Mengun á heimsmælikvarða

Hreint loft mun hafa mikil áhrif þegar gerðar eru mælingar á hamingju þjóða. Íslendingar eru svo lánsamir að búa við eitt hreinasta andrúmsloft í heimi en hér í Kína er svo komið að hreint loft er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Mælingar á loftmengun eru hluti af daglegu lífi í Shanghai og undanfarna daga hefur mengunin sprengt alla viðmiðunarkvarða.

Sem betur fer vita fæstir hvernig svo mikil mengun lítur út né hvernig upplifunin er. ,,Nú stíg ég út á hættusvæði!” kallaði ungur sonur annarrar okkar í morgun þegar hann opnaði útihurðina á heimilinu og hélt út í daginn. Úti fyrir fitjaði hann upp á nefið og líkti lyktinni við þefinn af reyktu kjöti. Því miður er ekkert jólalegt við þá hangikjötslykt.

Við höfum áður skrifað grein um mengunina í Kína hér á blogginu en á degi sem þessum er einfaldlega ekkert annað sem kemst að í huga manns. Því birtum við hér nokkrar myndir sem við tókum í dag og tala sínu máli um ástandið.

DSC_1182

DSC_1220

photo-17

DSC_1221

DSC_1218

photo-18

DSC_1199  DSC_1173  DSC_1226

DSC_1251

DSC_1210

photo

DSC_1231

Færðu inn athugasemd