~ 1600 – 1050 f.Kr. Shang ættarveldið
Fyrsta kínverska ríkið sem til eru um skrifaðar heimildir. Sameinar stærstan hluta af norður og miðsvæðum Kína.
~ 1046 – 771 f.Kr. Vestur Zhou ættarveldið
Tekur við af Shang veldinu sem ríkjandi veldi í norðurhluta Kína.
~770 – 256 f.Kr. Austur Zhou ættarveldið
Vor og haust tímabilið (770-475 f.Kr.) og átakatímabilið (475-221 f. Kr.). Konfúsíus var uppi á þessum tíma, u.þ.b. 551-479 f.Kr.
~ 221 – 206 f.Kr. Qin ættarveldið
Ying Zheng konungur Qin veldisins sameinar í fyrsta sinn meginhluta kínversks landssvæðis og er fyrstur til að nota titilinn keisari, þ.e. Qin Shihuangdi (fyrsti Qin keisarinn) og hefur byggingu Kínamúrsins. Veldi hans fellur eftir hans dag. Eftir stutt óstöðugleikatímabil stofnar Liu Bang Han ættarveldið.
~ 206 f.Kr. – 220 e.Kr. Han ættarveldið
Han keisaraveldið er fyrsta varanlega valdið sem ríkir yfir meginhluta Kína og boðar komu fyrsta blómaskeiðs kínverskrar menningar, vöxt í efnahagsmálum og eflingu Konfúsíusarfræða sem lífspeki samfélagsins. Búddismi kemur til sögunnar í Kína.
220 – 589. Valdatímabil sex ætta
Tímabil óeiningar og óstöðugleika í kjölfar hruns Han veldisins. Kínverjar tileinka sér búddísk fræði.
589 – 618. Sui ættarveldið
618 – 907. Tang ættarveldið
Tang ættarveldið sameinar Kína í nærri þrjár aldir. Tímabil þar sem kínversk menning og samfélag nær hámarki á ný. Keisaraveldið nær í fyrsta sinn að teygja áhrif sín víðar um Mið-Asíu.
907 – 960. Valdatímabil fimm ætta
960 – 1279. Song ættarveldið
Song ættarveldið er veikara en Tang veldið, jafnt í hernaðarlegum sem og í pólitískum skilningi. Song tíminn er blómatími klassískrar kínverskrar menningar, bókmennta og uppfinninga á sviði vísinda. Ný-Konfúsíusarstefnan verður aftur hugmyndafræðilegur grundvöllur ríkisins.
1279 – 1368. Yuan ættarveldið
Mongólar leggja undir sig Kína og koma á fót sínu eigin Yuan ættarveldi, sem er stofnað af Kublai Khan. Marco Polo og aðrir vestrænir menn koma í heimsókn. Peking verður höfuðborg sameinaðs Kína.
1368 – 1644. Ming ættarveldið
Ming ættarveldið veltir Mongólum úr sessi og stofnað er til háþróaðs landbúnaðarsamfélags þar sem styrktar eru stoðir miðstýringar, skrifræðis og hernaðar. Byggingu Kínamúrsins lýkur í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
1644 – 1911. Qing (Manchu) ættarveldið
Manchu Qing ættarveldið hrekur Ming veldið á brott. Kínverska keisaradæmið eflist með innlimun Tíbet, Mongólíu og Xinjiang (áður Túrkistan). Kínverska keisaradæmið hefur aldrei verið stærra. Um aldamótin 1800 leiðir ótraust stjórn keisaraveldisins til innrásar erlendra ríkja.
1796-1804. Uppreisn hins svokallaða Hvíta lótus hóps (White Lotus Group).
1839-1842. Ópíum stríðið. Kínverjar afsala sér yfirráðum í Hong Kong í hendur Breta og hafnir og borgarhlutar víða um Kína falla í hendur erlendra valdhafa. Til verða erlend áhrifasvæði á kínverskri grundu, svokölluð concessions.
1850-1864. Taiping uppreisnin er talin mesta borgarastyrjöld í sögunni. Sautján héruð eru lögð í rúst, mannfall er talið vera 20 milljónir.
1884-1885. Kínversk-franska stríðið. Kína missir sérréttindi sín í Suðaustur-Asíu.
1894-1895. Kínversk-japanska stríðið. Kína tapar yfirráðum yfir Taiwan til Japana.
1897-1898. Erlend ríki nýta sér enn frekar veikleika keisarastjórnarinnar og tryggja sér frekari forréttindi og leigusvæði innan Kína.
1900. Boxer uppreisnin. Hreyfing sem gerir út á útlendingahatur og þjóðernishyggju er bæld niður með erlendri hernaðaríhlutun. Kína er krafið um háar skaðabætur.
1911. Hinn 10. október hefjast innlend stríðsátök gegn keisaraveldinu sem leiða til afsagnar síðasta keisarans.
1912 – 1949. Lýðveldið Kína
1912. Lýst er yfir stofnun Lýðveldisins Kína
1919. 4. maí hreyfingin verður til og krefst samfélagslegra umbóta.
1921. Stofnun kínverska kommúnistaflokksins.
1931. Innrás Japana í norðausturhluta Kína árið 1934 leiðir til stofnunar Manzhuguo-ríkis sem er handbendi Japana. Pi Yu, síðasti keisari Kína, er gerður að keisara.
1934-1935. Gangan langa hefur í för með sér mikið mannfall svo kommúnistar og stuðningsmenn þeirra draga sig til baka inn á örugg svæði í kringum Yanan-borg. Gangan langa verður söguleg hetjudáð hjá kínverska kommúnistaflokknum.
1935. Mao Zedong er kosinn formaður miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Stöðunni heldur hann til dauðadags árið 1976.
1937-1945. Stríð milli Japans og Kína.
1945. Stríðslok 14. ágúst og formleg uppgjöf Japana 2. september. Tawain fellur aftur í hendur Kínverja.
1946-1949. Borgarastyrjöld á ný.
1949 – …. . Alþýðulýðveldið Kína
1949. 1. október lýsir Mao Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.
1949-1952. Fjöldahreyfingar reyna að stuðla að efnahagslegum og pólitískum breytingum.
1950. Kínverskar hersveitir leggja undir sig Tíbet. Árið 1951 er Tíbet innlimað í Kínverska alþýðulýðveldið sem sjálfsstjórnarsvæði.
1950-1953. Kóreustríðið. Frá nóvember 1950 taka kínverskar hersveitir þátt í átökunum.
1951. Herferð gegn spillingu, sóun og skrifræði (Three-Antis Campaign).
1952. Herferð gegn mútum, skattsvikum, þjófnaði á eigum ríkisins, fjársvikum og uppljóstrunum ríkisleyndarmála (Five-Antis Campaign).
1953. Fyrstu fimm ára áætluninni (1953-1957) að rússneskri fyrirmynd er hrundið af stað.
1957. Hundrað blóma hreyfingin (Hundred Flowers Campaign) var hugsuð til stuðnings menntamönnum og þeir hvattir til að segja hug sinn gagnvart flokknum. Þeir urðu þó of gagnrýnir og þá farið í herferð gegn hægrimönnum (Anti-Rightist Movement).
1958. Herferðin um stóra stökkið fram á við hefst (The Great Leap Forward). Aðgerðum á borð við stofnun fjöldakommúna (People´s Commune) og stálherferðin (Backyard Furnaces) er ætlað að uppfylla markmið Maos um að “komast fram úr Stóra-Bretlandi og ná að standa jafnfætis Bandaríkjunum.”
1959. Stóra stökkið fram á við kyndir undir átök í Tíbet. Vopnuð uppreisn og flótti Dalai Lama til Indlands.
1959-1961. Stóra stökkið fram á við misheppnast. Náttúruhamfarir gera ástandið verra og herferðin mun hafa leitt til dauða 30 milljón manna.
1960. Rússar hætta að styðja kjarnorkutilraunir Kínverja og kalla fulltrúa sína heim.
1960-1963. Hungursneyðin mikla (China’s Great Famine).
1961. Miðstjórn kommúnistaflokksins viðurkennir að stóra stökkið fram á við hafi misheppnast. Neyðarúrræði eru kynnt til sögunnar, landi er skilað til baka til eignar til bænda.
1962. Landamærastríð milli Kína og Indlands.
1963. Sambandsslit Rússlands og Kína eru gerð opinber.
1964. Kína sprengir sína fyrstu atómsprengju.
1966. Öllum skólum og háskólum er lokað. Háttsettir flokksmenn, svo sem Liu Shaoqi og Deng Xiaoping, eru fjarlægðir úr embætti.
1966-1969. Menningarbyltingin. Upp koma átök sem gætu leitt til borgarastyrjaldar en Mao kveður þau niður, m.a. með því að kalla til starfa/virkja rauðu varðliðana.
1968. Mao hefur upp ákall um að ungdómur landsins þurfi að læra af alþýðunni. 15 milljónir ungmenna eru send í sveitirnar til áralangrar dvalar.
1969. Átök við landamæri Sovétríkjanna og Kína.
1970. Kína setur sinn fyrsta gervihnött á loft. Qinghua háskóli í Beijing hefur kennslu á ný fyrstur allra skóla í landinu.
1971. Kína fær sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna í október.
1972. Nixon Bandaríkjaforseti heimsækir Kína í febrúar. Fjölmörg vestræn ríki og Japan taka upp diplómatískt samband við Kína.
1973. Deng Xiaoping fær uppreisn æru.
1974. Alþýðan fordæmir Konfusíus og Liu Biao.
1976. Zhou Enlai deyr. Mao Zedong deyr 9. september, 82 ára að aldri. Hua Guofeng verður ný flokksformaður. Skömmu síðar handtaka fjórmenningarklíkunnar (Gang of four).
1978. Að frumkvæði Deng Xiaoping fá menntamenn og “hægrimenn” (Rightists) uppreisn æru. Upphaf opnunar og endurnýjunar Alþýðulýðveldisins Kína. Til verður veggur lýðræðisins (Democracy Wall) í Peking þar sem birtar eru gagnrýnar fréttir.
1979. Kína og Bandaríkin taka upp fullt diplómatískt samband. Deng Xiaoping heimsækir Bandaríkin. Innleiðing sérstakra efnahagslögsöguumdæma (Shenzhen ofl.). Hernaðaríhlutun Kína í norðurhluta Víetnam. Í mars gagnrýnir Deng Xiaoping vegg lýðræðisins. Þeir sem krefjast lýðræðis eru dæmdir og lýðræðishreyfingar bældar niður.
1980. Liu Shaoqi fær uppreisn æru. Í september tekur Zho Ziyang við af Hua Guofeng sem forsætisráðherra. Eins barns stefnan (One Child Policy) tekin upp og nær til allra nema íbúa á svæðum minnihlutahópa.
1981. Sakfelling fjórmenningarklíkunnar og sex annarra fyrrum háttsettra forystumanna í flokknum og hernum. Í júní missir Hua Guofeng embætti sín innan flokksins. Flokkurinn kemur sér saman um skjal sem segir sögu flokksins, þar sem pólitík Mao Zedong er dæmd sem 70 prósent góð en 30 prósent slæm.
1982. Á 12. flokksþingi kommúnistaflokksins er embætti flokksformanns afnumið og Hu Yaobang er kosinn aðalflokksritari. Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands heimsækir Peking til að ræða framtíð Hong Kong.
1983. Indland og Kína taka aftur upp diplómatískt samband en því hafði verið slitið árið 1968.
1984. Sameiginleg yfirlýsing kínverskra og breskra stjórnvalda um framtíð Hong Kong þar sem fram kom að efnahags- og samfélagsgerð skuli haldast óbreytt í 50 ár eftir afhendingu í júlí 1997. Í ályktun um umbætur efnahagskerfisins er gefið grænt ljós á tilslakanir í átt að markaðsbúskap.
1986. Stúdentaóeirðir í fjölmörgum kínverskum stórborgum, sem Hu Yaobang, í augum gagnrýnenda hans, tekur ekki nógu föstum tökum.
1987. Hu Yaobang er rutt úr embætti og við tekur Zhao Ziyang. Kína og Portúgal gera samkomulag um afhendingu Macao eyju árið 1999 að fyrirmynd samkomulagsins um Hong Kong.
1989. Hernaðaraðgerðir í Tíbet valda óróleika. Eftir dauða Hu Yaobing í apríl fylgir hvatvís samúðarbylgja sem leiðir til aukinna krafa um lýðræði. Hungurverkföll og sívaxandi mótmæli skyggja á heimsókn forseta Sovétríkjanna, Michael Gorbachev. Aðfararnótt 4. júní er beitt hervaldi á mótmæli stúdenta á Torgi hins himneska friðar í Peking, talið er að hundruðir hafi látist í átökunum. Í lok júní er Zhao Ziyang steypt af stóli sem aðalritari flokksins vegna samkenndar hans með stúdentum. Arftaki hans er Jiang Zemin.
1992. Deng Xiaoping heldur af stað leiðina suður (Southern Tour) þar sem hann eindregið leggst á sveif með efnahaglegum umbótum.
1995. Upphaf framkvæmda við þriggja gljúfra stífluna (Three Gorges Dam).
1997. Deng Xiaoping deyr í febrúar, 92 ára að aldri. 1. júlí fer fram afhending Hong Kong og borgin er gerð að sjálfsstjórnarsvæði.
1998. Ofsóknir á hendur Falun Gong söfnuðinum hefjast.
2002. Hu Jintao tekur við embætti flokks- og þjóðarleiðtoga af Jiang Zemin. Flokkurinn opnar dyr fyrir nýja þjóðfélagshópa, með öðrum orðum, afhafnamenn í viðskiptum geta nú líka orðið félagar.
2007. Hu Jintao staðfestur í embætti og boðar þróun Kína yfir í harmónískt samfélag sem byggir á vísindalegum kenningum.
2008. Ólympíuleikar í Peking.
2010. EXPO heimsýningin í Shanghai.
2012. Kommúnistaflokkurinn þingar í nóvember og kynnir umbreytingar á stjórn flokksins í samræmi við reglur hans um valdaskipti á tíu ára fresti. Arftakar æðstu embætta taka við stjórnartaumum í flokknum og Xi Jinping er kynntur sem líklegasta forsetaefnið.
2013. Xi Jinping tekur við embætti æðsta leiðtoga Kína í mars og gerir kínverska drauminn að slagorði stjórnvalda. Hann boðar einnig aðgerðir til að draga úr spillingu innan stjórnkerfisins. Varaforsetinn Li Keqiang segir að eftir sem áður verði mest áhersla lögð á áframhaldandi hagvöxt.
