Dálítið kínverskt

Það má segja margt um Kína, en hér er aldrei leiðinlegt.

Þessi orð eru höfð eftir Tess Johnston, sem er þekkt fræðikona og fyrirlesari í Shanghai. Þau lifa í minninu því fátt lýsir lífinu í Kína betur en þessi einfalda setning. Ef dagarnir gerast dauflegir er óbrigðult ráð að drífa sig út í mannlífið, helst með myndavél, og undantekningarlaust mun eitthvað óvenjulegt eða skemmtilegt verða á vegi þínum.

Þú gætir til dæmis rekist á einhvern sem er að þvo sér um hárið úti á götu í náttfötunum:

DSC_0273

Eða gengið fram á einhvern sem sefur í vinnutímanum:

DSC_0363

DSC_0473

Kannski sæir þú herramann ganga um götur haldandi á handtösku dömunnar:

DSC_0949

DSC_0946

Og það er ekki ólíklegt að þú sæir barn pissa á götuna með dyggri aðstoð fullorðinna:

DSCN2433-1

DSC_0923

Myndirnar eru allar úr einkasafni bloggsins.

3 hugrenningar um “Dálítið kínverskt

  1. Mér sýnist ég kannast við senu frá Yiwu, konan með barnið. Ég sakna þessa götulífs frá borginni, alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Skildu eftir svar við Dalla Jóhannsdóttir Hætta við svar