Á norðurslóðum í Shanghai

DSC_0782

Fyrir um áratug var hrundið af stað skipulagsverkefni í Shanghai sem kallast Ein borg, níu bæir, þar sem byggja átti níu bæi í úthverfum Shanghai. Tilgangurinn var að dreifa byggðinni og létta þannig á miðborginni. Við skipulagsvinnuna var horft til aukinnar velmegunnar með ört stækkandi millistétt og fjölgun auðmanna. Byggt var í samræmi við það og reynt að höfða til þessara hópa.

Ákveðið var að bæirnir yrðu eftirmyndir bæja í öðrum löndum og erlendar arkitektastofur voru kallaðar til aðstoðar. Þeir spruttu svo upp einn af öðrum, Thames Town, sá breski, með sínum rauðum símaklefum, bresku vörðum og að sjálfsögðu ánni Thames og sá hollenski með vindmyllum og risastórum tréklossa svo eitthvað sé nefnt.

Við ákváðum að heimsækja einn þessara bæja og fyrir valinu varð Norður-Evrópubærinn, eða Luodian New Town. Við höfðum lesið að þar sæti lítil hafmeyja á steini og hægt væri að dást að eftirmynd af alþingishúsi okkar Íslendinga.

DSC_0830

DSC_0820

DSC_0806

Norður-Evrópubærinn var hannaður af sænskum arkitektum og fyrirmyndin er bærinn Sigtuna í Svíþjóð. Flest er í sænskum stíl, húsin, göturnar, kirkjan og vatnið í miðjum bænum heitir eftir Lake Malaren í Svíþjóð. Í kringum vatnið er stór garður með gróðri frá Norður-Evrópu, fyrir utan stöku pálmatré, sem virðast hafa villst með. Mikið er af styttum á víð og dreif um svæðið, allar af nöktu fólki í einkennilegum stellingum. Á svæðinu eru golfvöllur, hótel og ráðstefnuhöll en hótelið minnir reyndar meira á Disneykastala en hótel í Norður-Evrópu.

DSC_0791

DSC_0790

DSC_0841

DSC_0812

Í blaðaviðtali við sænskan landslagsarkitekt sem kom að hönnun bæjarins kemur fram að hönnunin og byggingin hafi tekið ótrúlega skamman tíma og að fyrsti hlutinn hafi verið tilbúinn eftir um þrjú ár. Í gegnum allt ferlið var þó stöðugt verið að breyta skipulaginu að ósk heimamanna. Hann sagðist sáttur við lokaniðurstöðuna þó að ekki sé allt nákvæmlega samkvæmt þeirra plani.

Ekki fundum við alþingishúsið og enga hafmey á steini en hún gæti einfaldlega verið horfin því hlutirnir breytast hratt hér í Kína. Þarna voru mörg brúðhjón í myndatökum og flest fyrirtækin í bænum eru ljósmyndastofur, ein slík var meira að segja i kirkjunni.

DSC_0762

DSC_0765

DSC_0758

Það var kostuleg upplifun að ganga um í eftirlíkingu af skandinavískum bæ með kínverskum skiltum og kínverskri lykt og fylgjast með brúðhjónamyndatökum.

Þó er dapurlegt að hugsa til þess að markmiðin með verkefninu Ein borg, níu bæir virðast alls ekki hafa náðst þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Bærinn er hálfgerður draugabær þar sem fáir búa og það sama virðist gilda um flesta hina bæina í verkefninu.

DSC_0817

5 hugrenningar um “Á norðurslóðum í Shanghai

  1. Kínverjar geta gert eftirlíkingar af öllu en ná víst ekki stemningunni frá upprunalöndunum.

  2. Við Matti gistum þarna á hótelinu og hann spilaði golf. Mjög súrelískur staður og man einmitt eftir íslenska fánanum á sama stað 🙂

Skildu eftir svar við Dalla Jóhannsdóttir Hætta við svar