Dálítið kínverskt í H&M

Margir sem eru áhugasamir um tísku og hrifnir af hönnun hinnar frönsku Isabel Marant hafa beðið 14. nóvember með eftirvæntingu. Dagurinn í dag markar upphafið á sölu nýrrar vörulínu sem Marant hefur gert fyrir H&M og fetar hún þar með í fótspor fleiri hátískuhönnuða sem hafa hannað fyrir sænsku verslunarkeðjuna. Okkur lék forvitni á að vita hvernig Shanghai dömur myndu bregðast við tíðindunum og eins og svo oft í Kína varð niðurstaðan allt önnur en við ætluðum.

IMG_3762

Búðin var opnuð klukkan átta í morgun og um níu var fremur rólegt um að litast. Fjöldamargir öryggisverðir voru í viðbragðsstöðu og starfsmenn deildu út armböndum til viðskiptavina þar sem fram kom klukkan hvað þeir mættu koma í Isabel Marant hornið. Þeim var svo smalað saman og hleypt inn í áföngum á viðeigandi tíma. Biðin klukkan hálftíu var innan við klukkustund.

IMG_3797

IMG_3816

Kínversku viðskiptavinirnir voru flestir mjög ungir og keyptu mest sömu flíkurnar. Þarna voru líka margar erlendar konur.

IMG_3802

Þegar bæklingi um vörulínu Isabel Marant var útdeilt í verslunum H&M hér í Kína var búið að setja inn merkingar sem sýndu að sumar af vörunum yrðu ekki í boði á meginlandi Kína. Þetta var auglýst vel og vandlega og sniðugir kínverskir sölumenn sáu þarna augljóslega strax tækifæri…

IMG_3779

…og voru búnir að opna sína eigin sölubúð á gangstéttinni beint fyrir utan verslun H&M! Vöruúrvalið hjá þeim samanstóð af Marant flíkum sem ekki voru í boði inni í versluninni og voru allar vandlega merktar, Isabel Marant pour H&M.

DSC_1159

Uppátækið vakti fljótt athygli vegfarenda og innan skamms hafði hópur fólks safnast saman í kringum sölumennina.

DSC_1162

IMG_3783

Ekki leið þó á löngu þar til starfsmaður H&M skarst í leikinn…

IMG_3767

…og ræddi síðan málin við sænskan fulltrúa frá H&M.

IMG_3782

Nokkru síðar mætti lögreglan á svæðið…

IMG_3791

IMG_3789

…og skömmu eftir það tóku félagarnir til við að pakka saman og koma vörunum yfir í bíl sem stóð þarna í götukantinum. Þeir yfirgáfu síðan svæðið. Takið eftir að annar þeirra klæðist dömupeysu úr Marant vörulínunni.

IMG_3760

Tekið skal fram að allt fór þetta ferli fram í mestu vinsemd. Ólíkt því sem oft vill verða í viðburðaríku götulífinu í Shanghai héldu allir ró sinni og svo virtist sem þetta væri bara alls ekkert svo mikið mál. Svíarnir með sitt jafnaðargeð brostu út í annað og kínversku lögregluþjónarnir voru mjög afslappaðir. Höfundarréttur var greinilega ekki til umræðu hér en hitt er svo annað mál að líklega hafa sænsku yfirmennirnir velt því fyrir sér hvaðan H&M vörurnar sem boðið var upp á á götunni voru fengnar!

IMG_3813

1 hugrenning um “Dálítið kínverskt í H&M

  1. Haha magnað, alveg óforskammaðir þessir
    Frábært blogg stelpur var bara að komast á snoðir um það

Skildu eftir svar við Vala Hætta við svar